Gera fínt

Þessa dagana er verið að klæða súkkulaðikaffihúsið að utan. Það breytir svipnum því Morgunblaðið hverfur og húsið verður klætt bárujárni. Mér þykir það leitt, það missir pínu svip en ég hef þá trú að það verði fínt á eftir.
Ný viðbót við afgreiðsluna

Ný viðbót við afgreiðsluna

Ný viðbót við afgreiðsluna var tekin í notkun um áramótin.  Það var til þess að koma betur til móts við aukningu í heimsóknum, sem er bara gaman.  Viðbótin tók smá saman á sig þá mynd sem mig langaði og er, held ég, orðin alveg eins og mig langar að hafa hana. ...