About us

Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni.

Hún ólst upp í Reykjavík og hefur verið að teikna og skapa síðan hún man eftir sér.

Fríða sótti nokkur námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur sem krakki. Það nám opnaði dyrnar að mörgum tilraunum til frekari sköpunar.
Árið 1974, þá 14 ára, lék hún í 3 sjónvarpsþáttum sem voru gerðir eftir sögu Halldórs Laxness, Paradísarheimt. Þetta var frábær lífsreynsla fyrir Fríðu, svona unga og gaf henni nýja sýn á tilveruna.
Um svipað leyti hóf Fríða að gera tilraunir með hattagerð, sem hún stundaði á gagnfræðaskólaárunum við góðar undirtektir. Flestir voru þeir í anda langömmu hennar sem átti og rak hattabúð í Reykjavík, á sínum tíma.

Eftir flutning á Siglufjörð, árið 1993, hóf Fríða að teikna og mála aftur, eftir langt hlé. Lífið úti á landi gaf góðan og mikinn kraft og verkin urðu æ fleiri og fjölbreyttari. Fyrstu vinnustofuna opnaði Fríða því árið 2003. Árið 2006 opnaði Fríða síðan núverandi vinnustofu sína að Túngötu 40a, Siglufirði.

Árið 2015 missti Fríða vinnuna í bankanum á Siglufirði og opnaði eftir hugmynd eiginmannsins kaffihús á vinnustofu sinni, árið 2016 þar sem hún framleiðir konfekt og sýnir list sína. Allt konfektið og súkkulaðið er handunnið á staðnum og bara notað ferskt smjör og rjómi í fyllingar og konfektið því best sem ferskast.

 

Newspaper article:

 • 2003 Hús og híbýli, mars blað, myndir af lampaskermum
 • 2007 Morgunblaðið, 06.07.07, mynd af mjaltastólnum
 • 2011 fjöldi miðla, um Héðinsfjarðartrefilinn,
 • 2012 Morgunblaðið, 24.02.12
 • 2013 Morgunblaðið, 20.04.13

Art exhibitions:

 • 1998 Suðurgötu 10, Siglufirði
 • 2000 Ráðhúsi Siglufjarðar
 • 2007 Startart listamannahús, Reykjavík
 • 2007 Gerðuberg, “Handverkshefð í hönnun”
 • 2010 Héðinsfjarðartrefillinn í göngunum
 • 2010 Héðinsfjarðartrefillinn í Hofi
 • 2011 Héðinsfjarðartrefillinn í Ráðhúsi Reykjavíkur
 • 2012 “heitt og kalt”, Kaffi Költ, Akureyri
 • 2013 “Tengsl”, Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5, Reykjavík
 • 2015 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar,
 • 2015 Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5, Reykjavík
 • 2015 Ráðhús Fjallabyggðar

opening hours!

Monday – friday

Closed

Saturday

Closed

Sunday

Closed

*Café is only open for pre-booked groups and reservations

Contact us

Phone

+(354)  4671117
+(354)  8968686

Mail

frida@frida.is

Address

Túngötu 40a
580 Siglufjörður