Konfektnámskeið verður haldið á Frida súkkulaði kaffihúsinu 1.desember næstkomandi.

Um námskeiðið:
Farið í alla grunnþætti konfektgerðar s.s. gerð fyllinga, steypingu í konfektform og allir læra að tempra mjólkur súkkulaði eða 70% súkkulaði frá nóa-sírius.
Þátttakendur búa til sína eigin mola og taka með sér heim.

Um leiðbeinanda:
Halldór er menntaður bakari og konditor og hefur leiðbeint hópum í konfektgerð í 21 ár.  Hann hefur einnig haldið námskeið í kransaköku- og páskaeggjagerð.

Skráning hér  midi.is