Ný viðbót við afgreiðsluna var tekin í notkun um áramótin.  Það var til þess að koma betur til móts við aukningu í heimsóknum, sem er bara gaman.  Viðbótin tók smá saman á sig þá mynd sem mig langaði og er, held ég, orðin alveg eins og mig langar að hafa hana.  Punkturinn yfir i-ið voru síðan hnakkarnir sem voru settir á barstólana sem standa fyrir framan.