Skilmálar & meðferð persónuupplýsinga

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir
vefverslun Yummy Yummy ehf.

Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.frida.is

Yummy Yummy ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Hægt er að skila eða skipta vörum öðru en súkkulaði innan 14.daga gegn framvísun greiðslukvittunar.
Konfekti og súkkulaðiplötum er hægt að skila eða skipta innan 4 daga gegn framvísun kvittunar.

Vörum er innan tímaramma hægt að skila eða skipta í aðra vöru eða Inneign.

Vörur fást ekki endurgreiddar. 

Þegar þú verslar á www.frida.is getur þú valið á milli þess að sækja til okkar á kaffihúsið eða fengið pöntunina þína
senda með Íslandspósti. 

Þú getur valið að fá pöntunina þína senda beint heim eða á næsta pósthús. Við sendum þér vöruna/r í pósti í gegnum stærsta póstþjónustukerfi landsins, Íslandspóstur (postur.is). Sendum með þeim líka út um allan heim.

Við sendum frítt þegar verslað er fyrir 30.000 kr. eða meira – annars 2000 kr.

Veljir þú póstsendingu (2000 kr.) getur þú nálgast pakkann þinn á næsta pósthúsi eftir 1-3 virka daga
(athugið að á mörgum stöðum úti á landi er pakkinn keyrður beint heim þar sem pósthús er ekki nálægt).

Við leggjum metnað í að varan berist til þín í fullkomnu ásigkomulagi. Þess vegna ábyrgjumst við vandaða pökkun og frágang vörunnar áður en hún fer frá okkur.

 

Yummy Yummy ehf hlýtir lögum númer 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Yummy Yummy ehf leggur metnað í trúnað við viðskiptavini sína.

Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru ekki látin þriðja aðila í té.

 

Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.

Þegar þú skráir þig á póstlistann okkar fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.

Stundum þurfum við að fá til liðs við okkur utanaðkomandi aðila sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í sumum tilvikum þurfum við að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt svo að hann geti sent vörurnar þínar heim til þín.

 

Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.

Njótið!

Opnunartími!

Virka daga

13:00 – 18:00

Laugardaga

13:00 – 18:00

Sunnudaga

13:00 – 18:00

Hafðu samband

Sími

+(354)  4671117
+(354)  8968686

póstur

frida@frida.is

heimilisfang

Túngötu 40a
580 Siglufjörður