Sumarfríið hjá okkur á súkkulaðikaffihúsinu er að ljúka. Við erum búin að vera á fullu að reyna að steypa súkkulaði, taka til, þrífa og gera fínt. Pínu breytingar líka, bara smá;-). Jólavörurnar eru að koma, jóladagatalið frá Johan Bulow, flöskur og bollar frá Corkcickle, fullt af nýjum vörum frá þeim í Vorhus og ýmislegt fleira, bara gaman. Hlökkum til að opna fimmtudaginn 4.nóvember með stæl. Opið frá kl. 1-6 og 7-9 um kvöldið.